Íbúðarhús rýmd á Eskifirði vegna skriðuhættu

Sex íbúðarhús á Eskifiðri sem standa nærri Grjótá voru rýmd á níunda tímanum í kvöld kvöld vegna skriðuhættu eftir að hlaup varð í ánni um klukkan sjö.

Engin hús skemmdust í hlaupinu en farvegur árinnar aflagaðist samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er vitað um skemmdir á öðrum mannvirkjum svo sem brúm og vegum þar sem þær geta komið fram síðar.

Á vegum Fjarðabyggðar er nú unnið að laga árfarveginn og reyna að lágmarka hættuna. Grjót og los er í bökkum árinnar fyrir ofan húsin.

Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, segir að vel hafi gengið að rýma húsin. „Fólk áttar sig á þörfinni þegar það sér þessar hamfarir.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.