Fjarðaál kærir fyrrverandi starfsmann fyrir fjármálamisferli

Alcoa Fjarðaál hefur kært fyrrverandi starfsmann fyrir fjármálamisferli. Maðurinn er talinn hafa dregið sér verðmæti upp á hátt í tíu milljónir króna.

Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Maðurinn er á fimmtugsaldri og starfaði í tölvudeild álversins.

RÚV segir málið hafi komist upp þegar tölvuvörur sem maðurinn pantaði hjá birgjum í nafni Alcoa skiluðu sér ekki heldur nýtti þær í eigin þágu. Verðmæti þeirra er talið hátt í tíu milljónir króna.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst var gengið frá starfslokum mannsins þegar málið komst upp í haust.

Í samtali við Austurfrétt staðfesti Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls, að kæra hefði verið lögð fram gegn fyrrverandi starfsmanni vegna fjármálamisferlis. Fyrirtækið tjáir sig ekki frekar um málið meðan það er „til meðferðar hjá viðeigandi aðilum."


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.