Sjö útlendingar ljúka íslenskunámskeiði á Vopnafirði

„Það er ekki auðvelt að tala íslensku nema maður hafi lært hana frá barnsaldri," segir Else Möller, verkefnastjóri Austurbrúar á Vopnafirði.


Sjö einstaklingar af erlendu bergi brotnu, búsettir á Vopnafirði, luku fyrir stuttu íslenskunámskeiði sem hófst í haust. Leiðbeinandi var Sigríður Sigþórsdóttir og var verkefnið í tengslum við nám hennar í mannfræði við Háskóla Íslands.

„Það er mjög erfitt og krefjandi fyrir fullorðna einstaklinga að læra íslensku, sérstaklega með fullri vinnu.

Lítið hefur verið af tungumálanámskeiðum fyrir þá innflytjendur sem koma til Vopnafjarðar og hefur hver og einn reynt að tileinka sér málið eftir bestu getu. Sem betur fer er þróun í þessum málum, hvað varðar aðgengi að námskeiðum og fjarnámi, en auðveldlega er hægt að koma slíku af stað þegar áhugi og næg þátttaka er fyrir hendi," segir Else.

Á námskeiðinu voru þau Dilyan Nikolaev Kolevfrá og Todor Plamenov Hristov frá Búlgariu, Bobona Micanovic-Koleva frá Montenegro, Jiraporn Jundee frá Thailandi, Zane Paul frá Australiu, Nina van Amerongen og Søren H. Jeppesen frá Danmörku.

Síðasta dag námskeiðsins buðu þátttakendur upp veitingar sem einkenna þeirra heimaland.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.