Nýr Beitir leysir átján ára skip af hólmi

Enn bættist í glæsilegan skiptaflota Síldarvinnslunnar, þegar Gitte Henning, stærsta uppsjávarskipið við Norður- Atlantshaf, var afhent Síldarvinnslunni í Frederikshavn í Danmörku fyrir helgi og fékk þá nafnið Beitir.


Gert er ráð fyrir að skipið komi heim á Þorláksmessu, en gamli Beitir verður færður af íslenskri skipaskrá yfir á danska, en hann gekk upp í kaupin á nýja skipinu.

Hinn nýi Beitir var smíðaður í skipasmíðastöðinni Western Baltija í Klaipeda í Litháen og kom nýr til Danmerkur árið 2014. Skipið er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og 4.138 brúttótonn. Burðargeta skipsins er 3.200 tonn.

Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Síldarvinnslunnar var að vonum ánægður að afhendingunni lokinni.

„Þetta er stórt og glæsilegt skip og fyrir hönd Síldarvinnslunnar er ég stoltur og ánægður.

Uppsjávarskip fyrirtækisins eru svo sannarlega glæsileg með tilkomu þessa nýja skips og ég er sannfærður um að þessi kaup verða farsæl fyrir Síldarvinnsluna.

Skipið er einungis rúmlega eins árs gamalt og allur búnaður í því er eins og best getur orðið, en það leysir af hólmi átján ára gamalt skip," sagði Þorsteinn.

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri og Þorsteinn Már Baldvinsson við undirritun samnings í Frederikshavn.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.