Hæstiréttur þyngdi refsingu fyrir dreifingu nektarmynda af fyrrverandi kærustu

Hæstiréttur Íslands hefur þyngt refsingu yfir karlmanni sem birti nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook. Dómurinn taldi manninn hafa brotið gróflega gegn trúnaði stelpunnar.

Héraðsdómur dæmdi strákinn í vor í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni 250.000 krónur í miskabætur. Dóminum var áfrýjað og fór ríkissaksóknari fram á þyngingu refsingar en ákærði sýknu.

Hæstiréttur þyngdi dóminn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Í dóminum segir að þótt allan vafa um refsiákvæði eigi að túlka stráknum í hag hafi hann brotið gróflega gegn trúnaði stúlkunnar með dreifingu myndanna.

Rétt taldi að skilorðsbinda refsinguna í ljósi ungs aldurs hans, játningar og að hann hafi ekki áður hlotið refsingu.

Drengurinn birti fyrir ári fimm nærmyndir bakhluta og kynfærum konum, merkti þær nafni stelpunnar og sakaði hana um að hafa haldið framhjá sér. Myndirnar tók hún sjálf og sendi honum á meðan sambandi þeirra stóð. Hann fjarlægði myndirnar skömmu síðar.

Honum var að auki gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, hátt í eina milljón króna. Miskabæturnar voru staðfestar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.