Dæmdur fyrir að káfa á unglingspilti

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita unglingspilt kynferðislega með að káfa á bakhluta hans.

Atvikið átti sér stað í lok nóvember 2013 en var ekki kært til lögreglu fyrr en febrúar 2014. Atvikið átti sér stað í gleðskap ungmenna.

Karlmennirnir tveir höfðu kynnst um sumarið þegar þeir unnu saman og orðið ágætlega til vina.

Áfengi var haft um hönd í partýinu og unglingspilturinn orðinn nokkur drukkinn. Hann hljóp út úr partýinu í uppnámi en var sannfærður af vinum sínum til að koma inn aftur og kom sér þá fyrir uppi í rúmi með leyfi húsráðanda. Vinapar hans kom sér einnig þar fyrir.

Karlmaðurinn kveðst hafa beðinn um að koma inn og rætt við strákinn drjúga stund til að róa hann niður. Síðan hafi skipast veður í lofti og hann verið sakaður um nauðgun.

Pilturinn hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði ekki verið beðinn um að koma inn heldur troðið sér upp í rúmið. Hann hefði svo sofnað en vaknað upp að maðurinn var að káfa á rasskinnum hans.

Sú frásögn var studd af framburði vinaparsins. Stúlkan kvaðst hafa rumskað við handlegg ákærða við bak piltsins og þáverandi kærasti hennar sagðist hafa séð hendur ákærða á bakhluta piltsins.

Fleiri vitni báru um að pilturinn hefði ekki orðið samur eftir nóttina. Hann hefði orðið viðkvæmari og liðið illa.

Maðurinn hélt því fram að ungmennin hefðu tekið sig saman um að skálda upp söguna til að koma honum í klandur.

Dómur taldi framburð piltsins trúverðugan auk þess sem hann væri studdur með trúverðugum framburði vitna og óbeinum sönnunargögnum. Ásökunin um samantekin ráð ungmennanna fékk ekki stoð í gögnum málsins. Framburður mannsins var metinn ótrúverðugur þótt hann væri stöðugur.

Með þessu taldist ákæra um að hann hefði strokið og klipið í rass piltsins innanklæða efnislega sönnuð. Ekkert bendi til þess að athöfnin að strjúka bakhluta piltsins hafi verið höfð af gáleysi.

Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Að þarf hann að greiða piltinum 400 þúsund krónur í miskabætur og 1,2 milljónir í málskostnað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.