Fjallvegir eystra lokaðir eftir klukkan fjögur

fjardarheidi 30012013 0075 webVegagerðin hefur ákveðið að loka öllum fjallvegum á Austurlandi eftir klukkan fjögur í dag. Leiðinni til suðurs verður strax klukkan tvö.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Byrjað verður á að loka leiðinni milli Reyðarfjarðar og Hafnar klukkan 14:00.

Eftirtöldum vegum hefur verið ákveð að loka klukkan 16:00: Sandvíkurheiði, Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfum, Vatnsskarði eystra, Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði.

Gert er ráð fyrir að leiðirnar verði opnaðar að morgni þriðjudags.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.