Átta Austfirðingar fá listamannalaun

Sjö tónskáld og hönnuðir auk myndlistarmanns, sem ýmist búa í fjórðungnum eða eiga þar rætur, eru meðal þeirra sem hljóta listamannalaun í ár. Hæsta styrkinn af þeim fær Svavar Pétur Eysteinsson, gjarnan titlaður Prins Póló.


Svavar Pétur fær sex mánaða laun úr launasjóði tónskálda en þrjú fá þriggja mánaða. Það eru Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Eskifirði, Charles Ross, Eiðum og Konrad Korabiewski, Seyðisfirði.

Systir Þórunnar, Kristín Arna, fær þriggja mánaða laun úr launasjóði hönnuða. Að auki fær Elísabet Karlsdóttir tveggja mánaða styrk og Sigrún Halla Unnarsdóttir eins mánaðar ferðastyrk úr sjóðnum.


Ingirafn Steinarsson, sem býr á Seyðisfirði, fær þriggja mánaða laun úr launasjóði myndlistarmanna.


Alls voru til úthlutunar 1.606 mánaðarlaun sem deilast á 380 einstaklinga, þar af tilheyra 78 fjórtán sviðslistahópum. Samkvæmt fjárlögum 2016 nema starfslaun listamanna 339.494 krónum á mánuði.

Leiðrétt: Ingirafn var ekki í fyrstu útgáfu fréttarinnar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.