Fjölmenni tók á móti Beiti

Norðfirðingar fjölmenntu þegar nýr Beitir sigldi í fyrsta skipti inn Norðfjörðinn fyrir hádegi. Skipið verður til sýnis á sunnudag.


Skipið kom inn að Neskaupstað tíu mínútur yfir ellefu í morgun og sigldi hring meðfram miðbænum.

Þar höfðu bæjarbúar safnast saman til að fagna heimkomu skipsins og fylltu báðar bryggjurnar. Skotið var upp flugeldum á meðan skipið fór hringinn.

Það lagðist svo að ytri bryggjunni þar sem tollverðir fóru um borð til að fara yfir skipið eins og venjan er.

Formleg móttökuathöfn verður klukkan þrjú á sunnudag og til klukkan fimm þann dag verður öllum boðið að skoða skipið í Norðfjarðarhöfn.

Smíði nýja Beitis lauk í Litháen byrjun árs 2014 og er keyptur af danskri útgerð. Skipstjórar á því verða Sturla Þórðarson og Tómas Kárason.

Myndir: Guðbjörg Þorvaldsdóttir

IMG 9012 web

IMG 9005 web

 

IMG 8999 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.