Hækkun fasteignaverðs á Austurlandi dugir ekki á móti hækkun byggingarkostnaðar

reydarfjordur feb15Fasteignaverð hefur hækkað minnst það sem af er ári á Austurlandi en hækkunin er þó nokkur á síðustu ár. Fermetraferð íbúðarhúsnæðis í fjórðungnum er það þriðja lægsta á landinu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Íslandsbanka um húsnæðisverð á landinu.

Meðalfermetraverð í fjórðungnum er 134 þúsund krónur og hækkaði aðeins um 4,9% fyrstu níu mánuði ársins.

Fermetraverðið eystra hefur hins vegar hækkað um 22,5% frá árinu 2010 sem er í meðallagi. Í Reykjavík hefur það hækkað mest, um 40% en minnst á Suðurnesjum, um 4,5%.

Í skýrslunni er bent á að sú hækkun dugi ekki til að vega upp á móti byggingarkostnaði sem hafi á sama tíma hækkað um 28%.

Dýrustu fjölbýlin eru á Reyðarfirði þar sem fermetrinn seldist á 169 þúsund krónur í fyrra og þau næst dýrustu á Egilsstöðum þar sem verðið var 162 þúsund. Ódýrustu fjölbýlin eru á Seyðisfirði þar sem fermetrinn seldist á 82 þúsund krónur.

Dýrustu sérbýlin eru á Egilsstöðum, 161 þúsund krónur fermetrinn, en þau ódýrustu á Seyðisfiðri þar sem fermetrinn kostaði 63 þúsund.

Í skýrslunni er gerður fyrirvari um að fáir kaupsamningar liggi að baki tölunum.

Þegar þróun fermetraverðs eftir stærð íbúða er skoðuð kemur í ljós að dýrustu íbúðirnar eru á bilinu 0-70 m2 en fermetrinn í slíkum íbúðum kostaði að meðaltali um 156 þúsund krónur fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2015. Lægsta fermetraverðið er svo á íbúðum sem eru 210 m2 eða stærri eða um 90 þúsund.

Verð stærstu íbúðanna hefur heldur lækkað síðustu tvö ár eystra en hækkað á þeim minni.

Ódýrast er fermetraverðið á Vestfjörðum, 96.800 krónur en dýrast í Reykjavík, rúmar 315 þúsund krónur. Reykjavík sker sig nokkuð úr á flestum sviðum í greiningunni.

Eystra þarf að meðaltali 2,4 árslaun til að kaupa 100 fermetra íbúð en 6,2 í Reykjavík og 1,8 vestra.

Að meðaltali 2,4 í hverri íbúð á Austurlandi. Fjöldi íbúða helst í heldur við fjölda íbúa í fjórðungnum.

Þegar fyrstu kaup eru skoðuð sést að hæsta hlutfall fyrstu kaupenda er á Suðurnesjum þar sem um 32% kaupsamninga voru vegna kaupa á fyrstu eign en Austurland fylgir þar skammt á eftir.

Greiningardeildin spáir því að íbúðaverð hækki um 7-8% á ári næstu tvö ár.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.