Beitir kemur til hafnar á morgun

Nýr Beitir NK siglir inn Norðfjörð klukkan 11 í fyrramálið. Með komunni verður hann að stærsta uppsjávarveiðiskipi í eigu Íslendinga.


Skipið er keypt frá Danmörku og hét áðru Gitte Henning en var smíðað í Litháen í fyrra. Það leysir af hólmi 18 árum eldra skip með sama nafni.

Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni eru íbúar hvattir til að leggja leið sína niður á hafnarbakkann í miðbænum á morgun til að fagna skipinu.

Formleg móttökuathöfn verður sunnudaginn 27. desember klukkan 15:00 og það til sýnis almenningi til klukkan 17:00 og eru þá allir velkomnir um borð.

Skipið var afhent nýjum eigendum í Danmörku á föstudag en hefur viðkomu í Færeyjum á leið sinni til Íslands.

Beitir í Danmörku fyrir helgi. Mynd: Síldarvinnslan/Karl Jóhann Birgisson

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.