Lögreglustöð í reglugerð en ekki fjárheimildum

seydisfjordur april2014 0006 webSamkvæmt nýrri reglugerð um lögregluumdæmi landsins er gert ráð fyrir lögreglustöð á Seyðisfirði. Hún hefur hins vegar ekki verið þar í sjö ár og fjárheimildir lögreglustjórans á Austurlandi gera ekki ráð fyrir því.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstri grænna í Norðausturkjördæmi um löggæslumál á Seyðisfirði.

Eins og frægt er orðið var lögreglustöðinni þar lokað á árunum 2007-8 en í staðinn opnuð þar Vínbúð og orlofsíbúð ÁTVR er þar sem áður voru fangaklefar.

Lögreglumenn fara hins vegar í reglulegar eftirlitsferðir á Seyðisfjörð og í kringum komur og brottfarir Norrænu hafa 2-3 lögreglumenn þar viðveru.

Frekari spurningum um mannaflaþörf og eflingu löggæslu á Seyðisfirði vísaði ráðherrann til vinnu við löggæsluáætlun sem nú stendur yfir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.