Varaafl ræst í Neskaupstað

Útleysing varð á Neskaupstaðarlínu, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun sem olli rafmagnsleysi í bænum. Eftir að tilraunir til að setja línuna inn aftur báru ekki árangur var varaafl fyrir bæinn ræst.


Hjá Landsneti fengust þær upplýsingar um klukkan hálf tíu að verið væri að ljúka við að setja inn varaaflið en það muni aðeins knýja „það nauðsynlegasta.“ Skömmu síðar kom rafmagn á í bænum.

Vitað er um skemmdir á aðveitustöð fyrir innan bæinn. Ekki er vitað hve miklar þær eru en verða skoðaðar áður en reynt verður að slá inn línunni á ný. Veðrið er enn það vont að erfitt er að kanna aðstæður.

Landsnet er með aukinn viðbúnað á Austur- og Norðurlandi vegna stormsins sem gekk á land í gærkvöld og nótt. Rafmagnið fór af Seyðisfirði í átta mínútur klukkan fjögur en aðrar truflanir hafa ekki orðið á raforkuflutningskerfi Landsnets í nótt og í morgun, þrátt fyrir mikið vindálag á Austurlandi

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.