Bændahátíðin endurvakin í tengslum við fræðadag

lombFræðadagur Búnaðarsambands Austurlands og Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins verður haldin í Valaskjálf næstkomandi laugardag auk þess sem bændahátíðin verður endurvakin um kvöldið.

„Þetta er í fyrsta skipti sem fræðadagurinn er haldinn, en hann verður vonandi árlegur viðburður. Það er ánægjulegt að byrja með svo fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá sem á erindi við alla," segir Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Bændahátíðin er gamalgróin en verður nú endurvakin eftir nokkurra ára hlé, en segja má að hún sé nokkurs konar uppskeruhátíð bænda. Það er gaman að hafa hana í kjölfar sumar- og hauststarfanna í sveitunum og ánægjulegt fyrir bændur að hittast svona víða að og bera saman bækur og skemmta sér aðeins í leiðinni, en það verður Danshljómsveitar Friðjóns Jóhannssonar sem leikur fyrir dansi."





Dagskrá fræðadagsins er eftirfarandi:
  • 11:00 Setning - Sindri Sigurgeirsson Bændasamtök Íslands
  • 11:10 Búskapur og áætlanir - Guðfinna H. Árnadóttir RML
  • 11:25 Skjólbeltarækt - Björn Jónsson Suðurlansskógar
  • 11:40 Matjurtaverkefnið - Þórarinn Lárusson FFF og Margrét Árnadóttir bóndi
  • 12:00 Fyrispurnir og umræður
  • 12:30 Hádegishlé - veitingar í boði MS á Egilsstöðum
  • 13:30 Búseta í sveit - Guðný Harðardóttir RML
  • 13:45 Öryggismál í landbúnaði - Þorvaldur Hjarðar Vinnueftirlitið
  • 14:00 Bændatorgið - Jón Baldur Lorange Bændasamtök Íslands
  • 14:15 Fyrirspurnir og umræður
  • 14:35 Kaffihlé
  • 15:00 Fjármögnun í landbúnaði - Runólfur Sigursveinsson RML
  • 15:15 Kostnaður við gróffóðuröflun - Unnsteinn S. Snorrason RML
  • 15:35 Fyrirspurnir og umræður
  • 16:00 Fræðadegi slitið

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.