Átta sóttu um stöðu minjavarðar

skriduklaustur fornleifar 0005 webÁtta umsóknir bárust um stöðu minjavarðar Austurlands en umsóknarfrestur rann út í síðustu viku. Minjavörður hefur umsjón og eftirlit með minjum á svæðinu frá Vopnafirði að Djúpavogshreppi.

Starfið var auglýst í lok september en í auglýsingu er meðal annars farið fram á menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi og stjórnunarreynslu.

Minjaverði er ætlað að stuðla að markvissri starfsemi í minjavernd á svæðinu, viðhaldið minja og sjálfbærri nýtingu.

Umsækjendur verða boðaðir í viðtal í næstu viku og í framhaldinu verður ráðið í starfið. Gert er ráð fyrir að nýr minjavörður taki til starfa í byrjun janúar.

Ekki er auglýst ákveðin staðsetning starfsins en skrifstofa minjavarðar var í vor flutt frá Egilsstöðum á Djúpavog.

Eftirtalin sóttu um:

Ísak Örn Sigurðsson
G. Tittus Roy
Rannveig Þórhallsdóttir
Þuríður Elísa Harðardóttir
Hrönn Konráðsdóttir
Óskar L. Arnarson
Margrét Hermanns-Auðardóttir
Skarphéðinn Smári Þórhallsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.