Þrjár hvunndagshetjur heiðraðar

hvunndagshetjanKrabbameinsfélag Austfjarða heiðraði þrjár hvunndagshetjur síðastliðinn sunnudag í tilefni af Bleikum október.

Félagið hefur undanfarin ár heiðrað eina hvunndagshetju á ári í tengslum við Bleiku slaufuna, árveknisátaki Krabbameinsfélagsins.

„Í þetta skiptið tók stjórnin ákvörðun um að heiðra þrjá einstaklinga sem hafa fengið það hlutskipti að glíma við þennan illvíga sjúkdóm og gert það með miklu æðrluleysi og hugrekki. Hvunndagshetjurnar okkar í þetta skipti eru Steinunn Þorsteinsdóttir frá Neskaupstað, Bryndís Ísfeld Ingvarsdóttir og Guðmundur Páll Pálsson frá Reyðarfirði."

Tinna Hrönn segir markmið hvunndagshetjunnar vera að veita þeim sem viðurkenninguna hljóta, sem og öðrum sem sjúkdómurinn snertir, hvatningu – auk þess að vekja athygli á átakinu og félaginu á jákvæðan hátt.

Við óskum þeim alls hins besta í framtíðinni og þökkum öllum þeim sem mættu í Eskifjarðarkirkju til að njóta dagsins með okkur," segir Tinna Hrönn Smáradóttir, starfsmaður Krabbameinsfélags Austfjarða.

Athygli skal vakin á því að opnuviðtal Austurglugga næstu viku verður við Guðmund Pál Pálsson.

Frá vinstri: Steinunn, Bryndís, Guðmundur Páll og Jóhann Sæberg, formaður félagsins. Ljósm: Iðunn Geirsdóttir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.