Ellefu sóttu um stöðu skógræktarstjóra

skogardagurinn mikli 2015 0053 webEllefu einstaklingar sóttu um stöðu skógræktarstjóra en frestur til að sækja um starfið rann út í byrjun vikunnar. Jón Loftsson sem gegnt hefur stöðunni í aldarfjórðung lætur af störfum um áramót.

Eitt af fyrstu verkefnum Jón var að undirbúa flutning höfuðstöðva Skógræktar ríkisins austur á Fljótsdalshérað, þar sem þær hafa verið síðan.

Nýs skógræktarstjóra bíða einnig breytingar þar sem til stendur að sameina allt skógræktarstarf, sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið, í eina stofnun. Með því koma landshlutaverkefni í skógrækt, þar á meðal Héraðs- og Austurlandsskógar, inn í stofnunina.

Í auglýsingu segir að skógræktarstjóra muni við að framfylgd þess verkefnis komi til sameiningar. Þar er gerð krafa um háskólapróf á sviði skógræktar eða sambærilegu sviði aum reynslu af stjórnun, stefnumótun og leiðtogafærni.

Valnefnd metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra sem skipar í stöðuna til fimm ára.

Umsækjendur eru:

Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá
Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga
Edda Sigurdís Oddsdóttir, líffræðingur
Guðmundur Guðbergsson, Platoon Commander
Hreinn Óskarsson, skógfræðingur
Jón Ágúst Jónsson, forstöðumaður
Lárus Heiðarsson, skógræktarráðunautur
Loftur Þór Jónsson, lektor
Páll Sigurðsson, Ph.D. og skógfræðingur
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, framkvæmdastjóri
Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri Þjóðskóganna

Ekki eru gerðar sérstakar kröfur til nýs skógræktarstjóra um að geta flutt tónlist á keðjusög. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.