Þórunn Egilsdóttir: Til hvers að byggja upp vegi þangað sem enginn býr?

thorunn egilsdottir althingi13Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins frá Vopnafirði, segir að staldra verði við samgöngumálum og hugsa hvert stefni og fyrir hverja uppbygging í vegakerfinu sé ætluð.

„Eftir þessa yfirreið get ég ekki annað en velt því fyrir mér, líkt og margir sveitarstjórnarmenn gera, hvort eðlilegt sé að leggja áherslu á að byggja fyrst upp vegi til staða sem ekki er búið á. Þetta þurfum við að ræða. Erum við ekki að byggja upp ferðamannaland sem við viljum búa í?" spurði Þórunn á þingi eftir kjördæmaviku í byrjun mánaðarins.

Hefð er fyrir því að þingmenn í Norðausturkjördæmi ferðist allir saman, hitti fulltrúa allra sveitarstjórna í kjördæminu og forstöðumenn ýmissa stofnana. Þeir óku því um 1800 km í vikunni.

Þórunn velti hins vegar upp þeirri spurningu hvort rétt væri að láta þingmenn skiptast á kjördæmum til að dýpka skilning þeirra.

„Bara það að aka vegina í kjördæminu dýpkar verulega skilning á ástandi þeirra og mikilvægi þess að bæta verulega í framlög til viðhalds vega hnykkist vel inn í meðvitundina þegar þvælst er um óboðlega vegi sem eru því miður sá veruleiki sem margir Íslendingar búa við eftir áralangt aðhald."

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir frá vinstri grænum var með í för. Hún sagði að mikið hefði verið rætt um samgöngumál í ferðinni og til dæmis verið bent á að Hringvegurinn væri ekki malbikaður alls staðar í kjördæminu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.