Hálslón komið á yfirfall

hverfandi okt15 webYfirborð Hálslóns náði í 625 metra hæð yfir sjávarmál á föstudag og er lónið þar með komið á yfirfall. Lónið hefur aldrei farið svo seint á yfirfall síðan það var fyrst fyllt síðsumars 2008.

Sumarið eystra var óvenju kalt og því svo rann svo lítið vatn í lónið að óttast var að skerða þyrfti orku til stærsta kaupandans, Fjarðaáls. Af því verður ekki að sinni eftir óvenjuhlýjan septembermánuð.

Aldrei áður hefur það dregist fram í október að fylla lónið en árið 2011 var kominn 13. september áður en það fylltist. Árið 2010 var hins vegar lónið komið á yfirfall þann 28. Júlí.

Þegar vatn rennur á yfirfalli myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og þaðan steypist vatnið 90-100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. Fossinn er aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.