Hafbjörgin bjargaði vélarvana bát

akrafell strand 06092014 0113 webHafbjörg á Norðfirði var eitt þeirra björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem kallað var út í gær til aðstoðar bátum á Íslandsmiðum.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að skip félagsins hafi alls verið kölluð fimm sinnum út í gær.

Kallið barst um klukkan tvö í gær vegna vélarvana báts austnorðaustur af Norðfjarðarhorni. Hafbjörg tók bátinn í tog og var kominn til hafnar um klukkan hálf níu í gærkvöldi.

Á vegum Landsbjargar eru rekin 13 björgunarskip staðsett hringinn í kringum landið með það í huga að styst sé á þær leiðir þar sem umferð skipa og báta er mest.

Skipin eru smíðuð og hönnuð til leitar og björgunar og eru vel til þess fallinn að takast á við erfiðar aðstæður sem oft verða við strandir landsins. Um borð í skipunum er dælu- og slökkvibúnaður auk þess sem þau geta tekið allstór skip í tog þurfi þess.

Þau geta náð um 15 – 17 sml (28-30 km/klst) hraða á klukkustund. Fjórir til sex björgunarmenn manna hvert skip og af þeim eru menntaðir skipstjóri og vélstjóri.

Allir hafa þessir aðila fengið sérhæfða þjálfun í meðhöndlun skipsins, leit og björgun á sjó, slökkvistörfum, fyrstu hjálp og fleiru. Auk námskeiða sem félagið heldur er sótt menntun í Slysavarnaskóla sjómanna og erlendis.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru kölluð út um 100 sinnum á ári, oftast til björgunarstarfa þ.e. þegar sjófarendur eru í neyð eða skip eða bátar verða vélarvana.

Björgunarskip við hlið Akrafells fyrir rúmu ári.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.