Knattspyrna: Bikarar verða klárir á Egilsstöðum og Höfn fyrir lokaleikina í 2. deild

leiknir huginn02Lokaumferðin í 2. deild karla í knattspyrnu fer fram á morgun og þá kemur í ljós hvort Leiknismenn eða Huginsmenn standa uppi sem sigurvegarar í deildinni. Bæði lið hafa 48 stig fyrir lokaumferðina en Leiknismenn hafa betri markatölu.

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir að nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar til að hægt verði að afhenda sigurlaunin í deildinni bæði á Höfn, þar sem Huginn mætir Sindra og á Egilsstöðum, þar sem Leiknir mætir Hetti.

„Við ætlum auðvitað að gera þetta með stæl, það verður þyrla staðsett á Austurlandi og lendir með bikarinn annaðhvort á Höfn eða Egilsstöðum… nei grín,“ segir Birkir í samtali við Austurfrétt.

„Við erum bara með tvö sett á sitthvorum staðnum og það fer fram verðlaunaafhending á báðum stöðum að viðstöddum stjórnarmanni KSÍ, alveg sama hvað gerist, við útbjuggum bara annan bikar.

Er samt ekki miklu flottara að segja að það verði þyrla?“ segir Birkir að lokum.

Leikir morgundagsins hefjast kl. 14:00.

Mynd: Það hefði verið kúl að hafa þyrlu. En við látum mynd af Marko Nicolic að leika flugvél duga.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.