Fagradalsvegur af vegaskrá um áramót

bdalsvik 05022015 0027 webAð öllu óbreyttu verður Fagradalsvegur í Breiðdal tekinn af vegaskrá um næstkomandi áramót. Breiðdalshreppur óskaði eftir því við Vegagerðina fyrr í sumar að niðurfellingu vegarins af vegaskrá yrði frestað frá og með 1. janúar næstkomandi, en varð ekki að ósk sinni.

Vegagerðin hafnaði beiðninni bréfleiðis þann 20. ágúst síðastliðinn og því er allt útlit fyrir að vegurinn verði tekinn af vegaskrá um áramót. Sveitarstjórn harmar ákvörðunina og fer fram á að hún verði endurskoðuð enda sé vegurinn mikið notaður, til dæmis í tengslum við göngur og réttir á haustin og við hreindýraveiðar.

Auk þess sé Fagradalsskarð vinsæl gönguleið milli Breiðdals og Berufjarðar og vegurinn mikið notaður í tengslum við slíkar gönguferðir.

Mynd: Frá Breiðdalsvík

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.