Nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli

Kjarasamningur Fjardaal 2015 undirritadur webNýr kjarasamningur var undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli þann 17. júlí. Samningurinn er á milli AFLs starfsgreinafélags, Rafiðnaðarsambands Íslands og Alcoa Fjarðaáls og gildir hann til fimm ára. Enn eiga þó starfsmenn Fjarðaáls eftir að greiða atkvæði um samninginn.

Helstu breytingar í nýjum samningi felast í breyttu vinnutímafyrirkomulagi. Þannig mun t.d. vinnustundum vaktavinnufólks á mánuði fækka, tekinn verður upp fæðingarstyrkur til starfsmanna í fæðingar- og foreldraorlofi og grunnlaun munu hækka. Einnig er kveðið á um viðbætur og hækkanir á launatöflum, árlega hækkun desember- og orlofsuppbóta á samningstímanum og samið er um eingreiðslu til starfsmanna.

Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls kveðst ánægður með að búið sé að landa nýjum kjarasamningi og telur að hann feli í sér mikla kjarabót fyrir starfsfólk Fjarðaáls. Hann segir að þótt samningaferlið hafi verið langt hafi það engu að síður gengið vel og gott samstarf hafi verið milli aðila.

Formleg kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram í Fjarðaáli eftir verslunarmannahelgi.

Mynd: Frá undirrituninni. Í fremstu röð sitja f.v. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs, Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli og Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Samninganefndin stendur þeim að baki.





Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.