Hafna því að annað en fagleg sjónarmið ráði för í jarðgangamálum

baejarskrifstofur egilsstodum 3Bæjarráð Fljótsdalshéraðs mótmælir því að annað en fagleg sjónarmið ráði för í stefnumótun fyrir jarðgangagerð á Austurlandi. Ráðið ítrekar enn fremur að austfirsk sveitarfélög standi við þau áherslur sem þau hafi lagt á sínum sameiginlega vettvangi.

Þetta kemur fram í ályktun frá síðasta fundi ráðsins á mánudag.

Í henni er bent á að á aðalfundi Samband sveitarfélaga á Austurlandi í fyrra hafi verið samþykkt samhljóða að næsta verkefni í jarðgangagerð yrðu göng til Seyðisfjarðar undir Fjarðarheiði og að jafnframt yrði sett fjármagn í rannsóknir á gangakostum til tengingar miðsvæðis Austurlands.

„Í umræðu undanfarinna daga, m.a. í fjölmiðlum, hefur því verið haldið fram að annað en fagleg sjónarmið ráði för í stefnumótun varðandi gangagerð á Austurlandi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs mótmælir þessu og bendir á að þessi sameiginlega áhersla sveitarfélaganna byggi á gögnum og úttekt viðurkenndra og óháðra fagaðila á þeim valkostum sem eru í stöðunni og unnin var fyrir Vegagerðina," segir í ályktuninni.

Ráðið vísar þar meðal annars til skýrslu sem verkfræðistofan EFLA vann fyrir Vegagerðina árið 2011 í tengslum við Fjarðarheiðargöng en þar var sjónum beint að hugsanlegum munnasvæðum ganganna. Þar er reyndar fjallað um fleiri gangakosti á Austurlandi og komist að þeirri niðurstöðu að hringtenging í gegnum Fjarðarheiði skili mestu fyrir Austurland í heild.

Austurfrétt ræddi fyrir helgi við tvo sérfræðinga í jarðgangagerð sem sögðu fyrstu kannanir á berglögum í Fjarðarheiði benda til þess að aðstæður væru erfiðar. Lengd ganganna veldur einnig erfiðleikum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.