Klæðning gerir völlinn nothæfan allt árið en þörf er á meiri búnaði

fjordungssjukrahus neskaupstadSveitafélagið Fjarðabyggð er reiðubúið að leita fjármögnunar í heimabyggð fyrir allt að 75 milljónir króna til að klæða Norðfjarðarflugvöll gegn því að ríkið leggi fram hinn helminginn. Notkun vallarins verður þó eftir sem áður takmörkuð.

Það kemur fram í svari ISAVIA við fyrirspurnum Austurfréttar um mögulega klæðningu flugvallarins en fram hefur komið í fréttum að lítið hafi verið hægt að nota völlinn, sem er malarvöllur, vegna bleytu.

Samkvæmt frumkostnaðaráætlun, sem gerð var árið 2008, en er uppreiknuð miðað við vísitölu kostar 150 milljónir króna að klæða flugvöllinn. Í svarinu segir að gera þyrfti nákvæmari rannsókn til að nákvæmari tölu.

Bæjarráð Fjarðabyggðar skoraði á fundi sínum í byrjun vikunnar samgöngunefnd Alþingis og innanríkisráðherra að ráðast í nauðsynlegar úrbætur eins fljótt og kostur væri á flugvellinum. Ráðið lýsti sig einnig reiðubúið að leita liðsinnis aðila til fjármögnunar á verkefninu gegn mótframlagi úr ríkissjóði.

Í frétt á vef Fjarðabyggðar er haft eftir bæjarstjóranum, Páli Björgvini Guðmundssyni, að sveitarfélagið sé reiðubúið að leita fjármögnunar á allt að 75 milljónum króna eða helming þess sem þarf í framkvæmdanna.

Þá hefur því einnig verið haldið fram að hagstætt sé að ráðast í verkið nú meðan verktakar eru með tæki á svæðinu við gerð Norðfjarðarganga og efni úr þeim geti nýst sem undirlag.

Í kostnaðaráætlun ISAVIA er gert ráð fyrir undirbyggingu flugbrautarinnar, endurbætur á yfirborði hennar öryggissvæði til að ná fram öruggri afvötnun og tvöfaldri klæðningu. Engin aukaverk eru þar með talin enda ekki búist við neinum slíkum.

Þetta er talið duga til að gera brautina nothæfa allt árið en fleira þarf til. Ekki er til staðar tækjabúnaður til snjóhreinsunar eða bremsumælinga á flugvellinum en sjór er hreinsaður af klæddum brautum með öðrum tækjum en af malarbrautum.

Nýtingarhlutfall flugvallarins er háð veðri og birtuskilyrðum því aðeins sjónflug er leyft á hann og því ekki hægt að nota hann nema í björtu og góðu skyggni. Búnaður sem heimilar blindflug er ekki inni í kostnaðaráætlun ISAVIA.

Samkvæmt tölum frá ISAVIA lenti fór ein flugvél um flugvöllinn í mars og önnur í maí. Í fréttinni á vef Fjarðabyggðar segir að þörf á flugi vegna Fjórðungssjúkrahússins nemi að jafnaði 40 ferðum á ári en dæmi séu um yfir 60 ferðir á ári.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.