Austfirsk hönnun og austfirskur húmor vakti mikla lukku: Vildum vekja athygli á okkur á annan hátt - myndir

Mid atlantic.2Mid-Atlantic ferðasýninging fró fram í Laugardagshöllinni þann 5-7. febrúar síðastliðin. Sýningin er haldin í Reykjavík ár hvert og er á vegum Icelandair.

Þar koma saman þeir helstu sem starfa í ferðamannaiðnaðinum. Íslenskir og erlendir ferðaþjónustuaðilar, flugfélög og þær ferðaþjónustur sem eru að koma Íslandi á framfæri. Í ár vakti Austfirsk hönnun og Austfirskur húmor mikla athygli.

„Markaðsstofa Austurlands tekur alltaf þátt í sýningunni á hverju ári og oftast höfum við boðið sýningargestum upp á nammi, penna eða USB lykla. En í ár ákváðum að fara í þennan gamla stíl að dreifa póstkorti,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú í samtali við Austurfrétt.

Skemmtilega örðuvísi


„Við ákváðum strax að við vildum ekki gera þetta týpíska póstkort með náttúrumyndum, fjöllum eða norðurljósum, heldur vildum við reyna að vekja athygli á sérstöðu okkar og gera það á skoplegan hátt. Hreindýrið er að sjálfsögðu okkar sérstaða svo við ákváðum að hafa það í forgrunni.

Við vorum öll mjög sátt við þessa ákvörðun og okkur finnst þetta skemmtileg pæling. Enda eru eiginlega allir með náttúrumyndir og oft er mjög erfitt að greina hvaða kort er hvaðan. Austurland er auðvitað þekkt fyrir fallega náttúru og 80% af ferðamönnum koma til Íslands út af þessari fegurð um allt land, en nú vildum við vekja athygli á okkur á annan hátt.“

Bleikur, rauður eða engin

Það var María sem átti hugmyndina sem hún síðan vann og útfærði með stelpunum á Grafít á Djúpavogi.  „Þegar við tökum þátt í þessari sýningu þá erum við alltaf með svona heildarútlit fyrir allt Austurland. Ákveðið þema sem öll fyrirtæki héðan nota. Þemað okkar núna var veggur með rauðum panil neðst og veggfóðri með myndum sem hvert fyrirtæki gat svo skreytt með sínu nefi og sínu lógói. Við ákváðum að gera kortið í sama stíl. Ég vildi bara fá hreindýr í líki konu og mjög lítinn texta. Stelpurnar í Grífít unnu þetta svo með mér og sem var mjög skemmtilegt samstarf.  Ég man sérstaklega þegar ég fékk þrjár týpur af varalit á hreindýrið til að velja úr, bleikan, rauðan eða engan. Rauður varð svo fyrir valinu. En við vönduðum til verka og er meira að segja dýrið á kortinu alvöru Austfirskt hreindýr. Myndin af því var tekin á Eskifirði fyrir ofan Mjóeyri.

Fólk var heillað

En þetta lukkaðist vel. Þetta sló í gegn á sýningunni. Stærri fyrirtækin voru sérstaklega heilluð og sendu til okkar aðila til a fá kort. En yfir höfuð fannst fólki þetta smart nálgun og flott pæling. Við erum sammála þeim,“ segir María að lokum

Mynd1: Mid-Atlantic / María og Anna Margrét Hjarðar á sýningunni
Mynd2: Mid-Atlantic / Hildibrand Hótel á sýningunni
Mynd3: Póstkortið góða sem sló í gegn
Mynd4: Nærmynd af póstkortinu
Mid atlantic hildibrand
Mid atlantic postkort

Mid atlantic forsidumynd

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.