Vegna kosningar á Austurfirðingi ársins: Leiðrétt eftir árás frá tölvuforriti

AusturfrettAtkvæðatölur í kosningu á Austfirðingi ársins hafa verið leiðréttar eftir að í ljós kom að átt hafði verið við kjörið með tölvuforriti. Takmarkanir hafa verið settar til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig.

„Það var sýnt fram á það með óyggjandi hætti að ein erlend IP-tala hafði sent inn þúsundir atkvæða, jafnvel tugi atkvæða á sekúndur," segir Sigurður Behrend, tölvunarfræðingur hjá AN lausnum.

Hann yfirfór kjörið fyrir Austurfrétt eftir ábendingar frá lesendum um að ekki væri allt með felldu.

Sigurður telur að þetta hafi gert með tölvuforriti. Atkvæðin dreifðust á milli þeirra sem eru í kjöri en drógu ekki taum neins eins.

Sigurður segir að kjörið eigi að vera rétt eftir tiltektina. Þá hafa verið settar upp takmarkanir á fjölda atkvæða á hverja IP-tölu til að koma í veg fyrir að árásir sem þessar endurtaki sig.

Kosningunni lýkur á miðnætti á sunnudag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.