Pétur Blöndal: Álitsgjafar líta á álverin eins og Marsbúa

petur blondal samal nov14Tilkoma Fjarðaáls hefur skotið styrkari stoðum undir áliðnað á Íslandi. Vísar eru að verða til að frekari úrvinnslu með tilkomu álklasans.

„Þetta eru ekki bara álverin heldur líka það sem skapast í kringum þau," sagði Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, á fundi um álvinnslu á Austurlandi sem haldinn var á Breiðdalsvík fyrir skemmstu um álklasann.

Fyrstu skrefin að honum voru stigin fyrir um ári en markmið hans er að tengja saman aðila sem koma að álvinnslu og úrvinnslu úr málminum. „Álverin eru að flytja sig yfir í virðismeiri framleiðslu."

Klasanum tilheyra bæði álverin sjálf, nýsköpunarfyrirtæki og háskólasamfélagið. Listaháskóli Íslands hefur til dæmis komið að hugmyndum um stofnun rannsóknaseturs í áli sem til greina kemur að verði á Austurlandi.

Tilkoma Fjarðaáls hefði þýtt að orðið hefði til „krítískur massi" í álframleiðslu á Íslandi en Ísland er í dag næststærsti álframleiðandi Evrópu á eftir Noregi.

Pétur sagði um 100 milljarða skila sér inn í íslenskt samfélag frá álverunum árlega, 20 milljarðar fari í laun og opinber gjöld, raforkukaup nemi 40 milljörðum og viðskipti við önnur íslensk fyrirtæki 40 milljörðum.

Þá hafi álfyrirtækin almennt jákvæða ímynd í augum Íslendinga. „Fólk er almennt jákvætt í þeirra garð en ýmsir álitsgjafar líta á þau eins og Marsbúa," sagði Pétur og bætti því við að stjórnvöld væru orðin jákvæðari í garð atvinnulífsins.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.