Vilja að Landhelgisgæslunni verði gert kleift að tryggja öryggi sjómanna

akrafell strand 06092014 0101 webSjómannasamband Íslands krefst þess að stjórnvöld geri starfsfólki Landhelgisgæslunnar kleift að standa við markmið um öryggi sjófarenda. Viðbragðstími gæslunnar þegar tvö flutningaskip strönduðu úti fyrir Austfjörðum í september er talinn óviðunandi.

Þetta kemur fram í ályktunum frá nýafstöðnum aðalfundi sambandsins þar sem segir að öryggi sjómanna hafi ítrekað verið stefnt í tvísýnu á árinu 2014.

Meðal annars eru tekin dæmi af viðbrögðum þegar Akrafellið strandaði við Vattarnes. Þá hafi tekið tólf tíma að manna varðskipið Þór.

„Enginn starfandi skipherra var á landinu þegar neyðarkall barst frá Akrafellinu og áhöfn kölluð úr fríi. Tólf tímum eftir strandið fyrir austan lagði Þór loks úr Reykjavíkurhöfn áleiðis austur meðan Akrafellið var dregið inn Eskifjörð," segir í ályktuninni.

„Fyrir nokkrum árum hafði Gæslan þrjár áhafnir til að manna tvö skip en er nú aðeins með eina og hálfa áhöfn til að manna eitt skip hverju sinni.

Nokkrum dögum eftir hörmungarsögu Akrafells var flutningaskipinu Green Freezer bakkað upp í fjöru fyrir austan. Gæslan þurfti þá að beita þá íhlutunarrétti til þess að ná skipinu af strandstað."

Þriðja dæmið sem er tekið er af stýrimanni sem féll hjartaáfall á togara sem hafi verið að veiðum útaf Ísafjarðardjúpi. Þyrla gæslunnar var þrjá tíma að togaranum í stað eins þar sem hún hafði verið á sveimi yfir Holuhrauni.

„Allan þann tíma var stýrimaður meðvitundarlaus í bráðri lífshættu. Það var eingöngu fyrir snarræði og fumlaus viðbrögð félaganna um borð að lífi hans var bjargað.

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands krefst þess að stjórnvöld geri dugmiklu starfsfólki Landhelgisgæslunnar kleift að standa við markmið um öryggi sjófarenda."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.