Green Freezer strand í Fáskrúðsfirði: Ekki bráðarhætta á ferðum

green freezer vesselfinderFlutningaskipið Green Freezer strandaði um klukkan átta í kvöld á skeri fyrir miðjum Fáskrúðsfirði sunnanverðum. Austfirskar björgunarsveitir eru komnar á staðinn en ekki er talin bráðahætta á ferðum.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki sé „bráðarhætta. Skipið situr nokkuð vel, það vaggar ekki og er ekki að sökkva og lekur ekki. Þar af leiðandi er ekki mikil hætta á ferðum.“

Björgunarskip frá Vopnafirði og Höfn voru því afturkölluð en aðrar björgunarsveitir af Austfjörðum eru til aðstoðar. Sautján manns eru í áhöfn. Vilhelm Þorsteinsson, togari Samherja, er á strandstað og er að koma taug í Green Freezer.

Tildrög strandsins eru ókunnar en skipið var á leið til Fáskrúðsfjarðar til að sækja afurðir. Það mun hafa tekið einn hring í firðinum á meðan það beið eftir hafnsögubáti.

Aðstæður eru góðar, lygnt á staðnum og sjórinn sléttur að sögn sjónarvotta. Skipið, sem var á leið inn fjörðinn virðist sitja fast að aftan og vera „vel strandað," segir Stöðfirðingurinn Björgvin Valur Guðmundsson sem leit við á strandstað í kvöld. „Það beygir á bakborða og beint upp í fjöru."

Skipið er smíðað árið 1991 í Noregi og skráð á Bahamaeyjum í eigu Green Management í Gdynia í Póllandi. Það hét áður Erikson Freezer til ársins 1996.

Það er 109 metra langt og 18 metra breitt. Það hefur verið í siglingum á milli Íslands og Rússlands.

Mynd1: Skjáskot af VesselFinder.com
Mynd2: Af strandstað í kvöld. Mynd: Björgvin Valur Guðmundsson.

green freezer bvg

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.