Sofnaði við stýrið á Akrafellinu

akrafell strand 06092014 0038 webYfirstýrimaður sem var á vakt þegar Akrafellið sigldi í strand á laugardagsmorgun var sofandi þegar óhappið átti sér stað.

Þetta kom fram við yfirheyrslur í gær. Áhöfn skipsins var látin blása í áfengismæla eftir strandið en ekkert mældist þar.

Yfirvöld á Kýpur fara með rannsóknina þar sem skipið er skráð þar í landi.

Skipið var á sjálfsstýrinu og siglir beint ef svo er. Beygja þarf því handvirkt. Það átti að fara inn til Reyðarfjarðar en strandaði á skeri yst í firðinum við Vattarnes.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.