Verið að meta tjónið á Akrafellinu

akrafell eskifirdiEinhvern tíma mun taka að meta tjónið sem varð á flutningaskipinu Akrafelli sem strandaði við Vattarnes aðfaranótt laugardags. Það liggur nú bundið við bryggju á Eskifirði.

Kafarar hafa verið að skoða botn skipsins auk þess sem unnið er að því að tryggja farminn sem var um borð en hann var að mestu leyti frosinn fiskur.

Í tilkynningu sem Samskip sendu frá sér í gær segir að fyrir mestu hafi verið að enginn mannskaði varð. „Mikið verk hefur verið unnið við að tryggja öryggi skips, farms og að koma í veg fyrir mengunarslys."

Akrafellið var að koma frá Akureyri og átti að fara til Reyðarfjarðar en þangað fór það aldrei. Síðan stóð til að það sigldi til Færeyja, Englands og loks Rotterdam í Hollandi.

Samskip hafa tekið á leigu flutningaskipið Horst B til að koma inn í áætlun Akrafellsins og lestar það í Rotterdam á miðvikudag og er þar með komið inn á áætlun.

Akrafellið var smíðað árið 2003 í Kína en hefur í eigu Samskipa frá því í fyrra. Skipið er skráð á Kýpur.

„Samskip vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu aðila sem lögðu nótt við dag við björgunaraðgerðirnar."

Mynd: Eskfirðingur/Kristinn Þór Jónasson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.