Vilja ekki fá olíu í viðkvæmt lífríkið: Engin mengun sýnileg

akrafell strand 06092014 mengunargirdingEngin olíumengun er sýnileg á strandstað flutningaskipsins Akrafells við Vattarnes. Tæki og tól hafa verið flutt á staðinn þannig hægt sé að bregðast við ef olía byrjar að leka úr skipinu.

„Það er viðkvæmt lífríki á svæðinu og við viljum ekki fá svartolíu út í umhverfið," segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Áætlað hefur verið að 140.000 rúmmetrar af olíu séu í skipinu, mest svartolía.

Strax í morgun voru sendar girðingar, sem eiga að hefta útbreiðslu olíu í sjó, frá Reyðarfirði og Seyðisfirði. Girðingin frá Seyðisfirði liggur útdregin í fjörunni við Vattarnes tilbúin ef á þarf að halda.

Í kvöld var væntanlegur bíll úr Reykjavík með tæki og tól til að bregðast við mengun. Um borð í honum voru bæði girðingar og tæki til upptöku olíu úr sjó.

Landhelgisgæslan stýrir aðgerðum á svæðinu en Umhverfisstofnun tekur við stjórn mengunarvarna og nýtur fullsinnis Olíudreifingar ef mengun mælist.

Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Olíudreifingar voru um borð í TF-Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, sem flaug yfir svæðið í dag og komu síðan á strandstað síðdegis.

Hvorki hefur sést mengun frá skipinu né greindist hún á mælitækjum um borð í flugvélinni, sem numið geta mengun þótt hún sé ekki sýnileg mannsauganu.

„Það virðist enginn leki vera og því erum við í viðbragðsstöðu og bíðum," segir Ólafur.

Meungargirðingin tilbúin í fjörunni á Vattarnesi. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.