Á að reyna að toga í kvöld: Akrafellið lausara en það var

akrafell strand 06092014 0134 webTil stendur að reyna að draga Akrafellið af strandstað við Vattarnes á flóði í kvöld. Búið er að koma taug í skipið sem virðist lausara en áður.

„Varðskipið er að reyna að koma taug í afturendann og Aðalsteinn Jónsson heldur í framendann," segir Grétar Helgi Geirsson, björgunarsveitarmaður sem hefur staðið vaktina á Vattarnesi í allan dag.

„Það á að prófa á flóði eða þegar þeir sjá lag. Hann virðist lausari en hann var." 

Búið er að koma allri áhöfn skipsins í land.

Háflóð verður á miðnætti í kvöld en mögulega hefjast tilraunirnar eitthvað fyrr. Akrafellið sigldi í strand um klukkan fimm í nótt. Sjó hefur verið dælt úr skipinu síðdegis eftir að köfurum tókst að þétta gat á vélarrúmi þess.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.