Óþétt jarðlög tefja borun í gegnum Fjarðarheiði

bormenn fjardarheidi agust14 0008 webBormenn sem safna jarðsýnum úr Fjarðarheiði hafa verið í vandræðum vegna þess hversu sprungið bergið virðist vera þegar neðar dregur. Þeir reyna að komast framhjá sprungunum með að steypa upp í bergið.

„Þetta gekk fínt niður í 383 metra en eftir það höfum við þurft að steypa mikið. Ef það gengur ekki þá getum við þurft að hætta," segir Heiðar Már Hlöðversson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða.

Byrjað var að bora 25. júní og síðasta föstudag var holan orðin 430 metra djúp. Markmiðið er að bora niður á 550 metra dýpi.

Heiðar Már segir framhaldið ráðast á hversu sprungin jarðlögin séu. „Við erum að prófa að steypa og athuga hvort hægt verði að halda áfram."

Verklok eru áætluð í september en þau gætu orðið fyrr ef vel gengur að steypa.

Gangi það ekki þarf að leita annarra leiða. Til greina kemur að bora skáholu með 30° halla til að komast í gegnum þau.

Verið er að safna jarðsýnum vegna hugsanlegra jarðganga milli Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar.

Eyþór Björnsson og Heiðar Már bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða á Fjarðarheiði. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.