Lítið eldgos hafið í Dyngjujökli: Búðið að virkja boðunaráætlun Björgunarsveita á Austurlandi

VatnajokullSamkvæmt fréttatilkynningu frá Almannavörnum er lítið eldgos hafið í Dyngjujökli. Búið er að virkja boðunaráætlun Björgunarsveita hér á Austurlandi.

Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja að lítið eldgos sé hafið undir sporði Dyngjujökuls. Þar sem atburður er hafinn hefur Ríkislögreglustjóri ákveðið að færa hættustig upp á neyðarstig og Veðurstofa Íslands hefur fært litakóða vegna flugs upp á rautt, sem þýðir að flug er nú bannað yfir svæðinu.

Búð er að virkja boðunaráætlun Björgunarsveita hér á Austurlandi og eru viðbragðsaðilar mættir í starfsstöð. Almannavarnir hafa einnig sent íbúum í Kelduhverfi og Öxárfirði skilaboð þess efnis að ekki sé þörf á rýmingu að svo stöddu.

Talið er að um lítinn atburð sé að ræða enn sem komið er og vegna þrýstings frá jöklinum er óljóst hvort gosið muni eingöngu verða undir jökli eða koma upp úr honum.

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif er komin að jöklinum með vísindamenn innanborðs og er ekki að sjá gosmökk yfir jöklinum. Engar vísbendingar eru um bráðnun frá jöklinum eða hlaup vegna goss.

Á þessu stigi miðast viðbúnaður við lítinn atburð. Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu. Fólk er hvatt til að fylgjast grannt með fréttum og vera í stöðugu farsímasambandi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.