Minni afli í júlímánuði á Austfjörðum

hb grandi vpfj agust14 0013 webUm 15% minni afla var landað á Austfjörðum miðað við sama mánuð en í fyrra. Makríll og síld eru uppistaða aflans. Á sama tíma og löndun í flestum höfnum dregst saman eykst hún verulega á Vopnafirði.

Þetta kemur fram í tölum um aflamagn í júlí sem Hagstofan birti í morgun. Þróun aflans á Austfjörðum er svipuð og annars staðar á landi en heildarveiði íslenskra skipa minnkaði 13,4% miðað við júlí í fyrra.

Á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs var landað um 25.000 tonnum í júlí en þau voru um 30.000 í sama mánuði í fyrra. Makríll er uppistaðan í aflanum eða um 75% hans. Í lok júlí hafði verið landað um 19.500 tonnum af makríl í austfirsku höfnunum samanborið við 21.000 í fyrra sem er um 7% samdráttur.

Næst stærstu tegundirnar voru síld og þorskur en afli þessara tegunda minnkaði um 25-30%. Alls mynda þessar þrjár tegundir um 90% aflans á Austfjörðum.

Mestu munar um að 6.000 tonnum minna hefur verið landað í stærstu höfninni, Neskaupstað sem er þriðjungi en í fyrra. Á Fáskrúðsfirði minnkar aflinn um helming og víða á Austfjörðum um þriðjung.

Meiru var landað á Borgarfirði, Seyðisfirði og Mjóafirði. Langmest er þó aukningin á Vopnafirði þar sem í fyrra var landað 3.800 tonnum í júlí en 8.700 tonnum nú. Það er tæplega 5.000 tonna aukning eða ríflega tvöföldun sem skírist öll af makríl.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.