Sif Hauksdóttir skólastjóri á Breiðdalsvík

sif hauksdottir bdalsvik cropSif Hauksdóttir hefur verið ráðin skólastjóri á Breiðdalsvík. Hún bjó þar um árabil en snýr nú aftur að loknu námi og kennslustörfum annars staðar.

Sif var meðal annars varamaður í hreppsnefnd Breiðdalshrepps á árunum 1994-1998. Eftir að hún flutti þaðan aflaði hún sér kennaramenntunar og hefur starfað sem grunnskólakennari í Vík í Mýrdal og síðustu tvö ár við Norðlingaskóla í Reykjavík. Þá hefur hún einnig stundað meistaranám við Háskólann á Akureyri.

Hreppsnefnd Breiðdalshrepps gekk frá ráðningu Sifjar á síðasta fundi sínu. Hákon Hansson, oddviti, segir Breiðdælinga mjög ánægða með að fá Sif austur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.