Ferðafólk flykkist á austfirsk tjaldstæði: Veðrið stjórnar þessu

atlavik 17072014Fjöldi manns hefur komið sér fyrir á tjaldstæðunum í Hallormsstaðarskógi. Skógarvörðurinn segir júní hafa verið einn þann besta í sögu þeirra en fólk drífi nú að í sólina.

„Það kom svakalega mikið af fólki í gær. Einhverjir fóru aftur en það koma aðrir í þeirra stað. Menn ókyrrast ef það dregur ský fyrir sólu," segir Þór Þorfinnsson, skógarvík.

Fjöldi fólks var kominn á tjaldsvæðin í Atlavík og Höfðavík í gær og stöðugur straumur bíla með tjaldvagna og slík hýsi lá inn í Hallormsstað í gærkvöldi.

Þór er einnig ánægður með júnímánuð sem hann segir verið þann næst besta í sögunni. „Við fengum mjög góðar helgar. Það var mikið af Austfirðingum í styttri útilegum. Veðurspárnar voru ekki alltaf hagstæðar okkur en það rættist alltaf úr."

Þór segir það hafa verið reynslu sína að færri séu á ferðinni þau ár sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fari fram. Hún virðist ekki hafa haft áhrif í síðasta mánuði.

„Ég held að fólk sé orðið svo vel græjað að það horfir bara á leikina í útilegunni."

Úr Atlavík í gærkvöldi. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.