Býður Austurlambi afnot af aðstöðunni: Alltof gott dæmi til að það hætti

eirikur audunn audunsson fiskbud 0001 webÓvissa ríkir um framtíð Austurlambs. Finna þarf nýjan umsjónarmann fyrir verkefnið og vottaða kjötvinnslu á svæðinu. Það er þó ekki útséð því forsvarsmaður Kjöt- og fiskbúðar Austurlands býður Austurlambs að nota vinnsluaðstöðu hennar án endurgjalds.

„Þetta er alltof gott dæmi til að það hætti. Vinnslan hefur tilskilin leyfi og þeim er frjálst að nota þessa aðstöðu en þurfa að skaffa kjötiðnaðarmann," segir Eiríkur Auðunn Auðunsson, í Kjöt- og fiskbúð Austurlands.

„Það er þörf er á þessu kjöti til neytenda og þessi gæðavara má ekki hverfa," segir Eiríkur. „Bændur hafa reynst mér vel hvað varðar greiðasemi og ómögulegt að borga þeim það. Hér er alla veganna eitt tækifæri."

Austurlamb hefur verið sölufélag nokkurra sauðfjárbænda og í gegnum vef þess hafa neytendur getað pantað kjöt beint frá ákveðnum bæjum.

Á vefnum birtist nýverið tilkynning um að framtíð þess væri óljós þar sem vottaða kjötvinnslu vantaði á svæðið. Auk þess þurfi nýjan umsjónarmann með sölustarfinu.

„Þetta er orðið þannig að umsjónarmaðurinn treystir sér ekki lengur. Ég þarf að sinna fleiru," segir Sigurjón Bjarnason sem stýrt hefur verkefninu frá byrjun.

Hann segir að tilboð Eiríks verði skoðað með opnum hug. Framtíð Austurlambs velti hins vegar á fleiru. „Það þarf líka að koma kjötinu á framfæri og selja það," segir Sigurjón en langstærstur hluti sölunnar hefur verið í gegnum vefinn.

Aðspurður að því hvort hægt verði að panta kjöt frá Austurlambi í haust svarar Sigurjón. „Það verður að koma í ljós."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.