Trillu bjargað eftir strand í Eskifirði

eskifjordur strand 08072014 thorlindurBjörgunarsveitin Brimrún á Eskifirði var um miðjan dag í gær kölluð út til að bjarga lítilli trillu sem strandaði að austanverðu í firðinum. Formaður sveitarinnar segir björgunina hafa gengið vel.

„Þetta gekk vonum framar. Við náðum bátnum á flot þegar það kom flóð," segir Bjarni Freyr Guðmundsson formaður Brimrúnar.

Björgunarsveitin var kölluð út um klukkan þrjú til að aðstoða fimm tonna trillu sem siglt hafði í strand að austanverðu í firðinum gegnt þorpinu.

Einn var í bátnum og komst hann sjálfur í land. Aflanum var síðan bjargað í kjölfarið. Trillan sjálf losnaði um klukkan hálf tíu í gærkvöldi.

Síðan var hafist handa við að ná bátnum af strandstað. „Við pössuðum okkur á að þegar vatnaði undir hann myndi hann ekki berjast í steina í fjörunni. Við bundum hann í okkar bát og settum kraft í þegar báturinn byrjaði að hreyfast."

Mynd: Þórlindur Magnússon

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.