Flugvél yfir Austfjörðum hvarf af ratsjám: Kom aftur fram

flugvel 04072014 0022 webMikill viðbúnaður hjá austfirskum björgunarsveitum seinni partinn í dag eftir að neyðarkall barst frá ferjuflugvél sem stödd var um 15 sjómílur frá Egilsstöðum, á milli Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.

Stuttu eftir að neyðarkallið barst, rétt fyrir klukkan fimm, hvarf flugvélin af radar og var óttast að hún hefði farið í sjóinn eða í fjöllin milli fjarðanna.

Í frétt frá Landsbjörg kemur fram að allar bjargir á Austurlandi hafi verið kallaðar út, bæði til leitar og björgunar á landi og sjó.

Nokkrum mínútum síðar bárust svo boð frá Isavia um að vélin væri enn á flugi inn Héraðsflóann en færi lágt.

Flugturninn á flugvellinum á Egilsstöðum tilkynnti svo að vélin sæist á flugi yfir Lagarfljóti og lenti hún skömmu síðar, klukkan 17:25, heilu á höldnu á Egilsstaðaflugvelli.

Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, mun hafa talið sig hafa misst stjórn á vélinni vegna bilunar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar atvikið.

Flugvélin er af gerðinni Rand Robinson KR-2 smíðuð árið 1999 af Hales fyrirtækinu og skráð í Bretlandi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.