Breiðdalur: Sveitarstjórnin óskar eftir jákvæðni og stuðningi við áherslumálin

ibuafundur bdalsvik mars14 0002 webNýkjörin sveitastjórn Breiðdalshrepps hefur kynnt fyrir íbúum fimm áhersluatriði sem hún heitir að vinna að á kjörtímabilinu. Óskað er eftir aðstoð íbúa til að koma málunum til leiða.

„Kæru Breiðdælingar. Þið kusuð okkur í sveitarstjórn og við ætlum að leggja okkur öll fram um að koma góðu til leiðar og ná árangri.

Hvort það tekst verður tíminn að leiða í ljós, en við þurfum aðstoð og samstöðu allra Breiðdælinga. Jákvæðni og umburðarlyndi eru betri kostir en neikvæðni, slæmt umtal og úrtölur, sameinumst um góðu kostina," segir í niðurlagi bréfs sem nýkjörin sveitarstjórn sendi Breiðdælingum að loknum sínum fyrsta fundi.

Í því eru tilkynnt fimm áhersluatriði hennar: Lækkun skulda, uppbygging atvinnulífs, reglulegir íbúafundir, umhverfismál og að lokið verði við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins.

Til að vinna að atvinnuálunum hefur verið skipaður sérstakur starfshópur sem gera á tillögur til sveitarstjórnarinnar. Níu sitja í hópnum sem Helga Hrönn Melsteð úr sveitarstjórninni veitir formennsku.

Lækkun skulda í samráði við Byggðastofnun og hið opinbera er sögð „forsenda þess að framtíð Breiðdalshrepps verði björt." Því er heitið að mikilvæg mál verði kynnt á íbúafundum og þar hlustað á hugmyndir íbúa.

Stefnan hefur verið sett á að gera Breiðdalshrepp allan að „fyrsta flokks samfélagi í snyrtimennsku og góðri umgengni." Hreppurinn ætlar sjálfur að ganga á undan með góðu fordæmi en skorað er á fyrirtæki og einstaklinga að taka þátt í átaki næstu þrjá mánuðina.

Hákon Hansson var kjörinn oddviti á fundinum og Svandís Ingólfsdóttir varaoddviti. Þá var oddvita falið að undirbúa ráðningu á skólastjóra og sveitarstjóra en bæði embættin þarf að manna upp á nýtt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.