Djúpivogur: Lykilembættin í höndum Framfaralistans

framfaralistinn djupi x14Fulltrúar F lista framfara sem náði með naumindum meirihluta í sveitarstjórn Djúpavogshrepps í síðustu sveitarstjórnarkosningum fara með lykilembættin í nýrri sveitarstjórn. Klofningur varð við kjör á varaoddvita.

Í fundargerð kemur fram að Andrés Skúlason, oddviti F-lista hafi verið kjörinn oddviti og Kristján Ingimarsson, sem skipaði þriðja sæti listans ritari með öllum greiddum atkvæðum.

Tvær tillögur voru hins vegar um varaoddvita. Annars vegar um Sóleyju Dögg Birgisdóttur, sem var í öðru sæti F-lista en hins vegar Rán Freysdóttur, oddvita Óskalistans. Sóley Dögg fékk þrjú atkvæði en Rán tvö.

Þá var samþykkt að semja við Gauta Jóhannesson um að gegna áfram starfi sveitarstjóra.

Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu og hagræðinu í rekstri Djúpavogshrepps en samið hefur verið við R3 ráðgjöf um að vinna skýrslu um möguleika þar á. Gert er ráð fyrir að skýrslan liggi fyrir um mánaðarmótin ágúst/september.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.