B og D ræða saman um áframhaldandi samstarf á Seyðisfirði

vill jons abba sfk des13Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Seyðisfirði. Seyðisfjarðarlistinn hefur lagt til að ekki verði prófað að skipta bæjarstjórninni eftir línum meiri- og minnihluta.

„Við erum byrjuð að tala saman um áframhaldandi samstarf og það gengur ágætlega," segir Arnbjörg Sveinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Vilhjálmur Jónsson, oddviti Framsóknarmanna segir verið að fara yfir stöðuna enda séu nýir einstaklingar að koma inn.

Sex atkvæðum munaði í heildina á milli framboðanna þriggja. Sjálfstæðismenn fengu flest atkvæði og þrjá fulltrúa en Seyðisfjarðarlistinn og Framsóknarflokkurinn fengu tvo.

Í færslu á Facebook í gær bauð Seyðisfjarðarlistinn upp á að ekki yrði myndaður hefðbundinn minni- og meirihluti í bæjarstjórninni. „Við erum öll sammála um að við teljum það farsælast og í takt við úrslit kosninganna að prófa að hafa hér ekki meirihluta/minnihluta. Hugsanlega myndu vinnubrögð ekki breytast mikið en það er sterk yfirlýsing að ekki sé skipt í hópa „Við" og „Hinir"."

Elfa Hlín Pétursdóttir, oddviti Seyðisfjarðarlistans, segir hugmyndina hafa verið kynnta fyrir oddvitum hinna listanna. „Þau hafa ekki tekið illa um það en ég veit þau eru að tala saman."

Arnbjörg segist formsins vegna telja eðlilega að hafa meirihluta og málefnasamning. „Í eðli sínu vinnur bæjarstjórnin vel saman og það hefur ekki verið mikill málefnaágreiningur. Við viljum halda áfram sem mestu og bestu samstarfi innan bæjarstjórnarinnar en formsins vegna teljum við eðlilegra að mynda meirihluta."

Vilhjálmur segir menn ræða tillögu Seyðisfjarðarlistans „eins og annað".

Elfa segist líta svo á að boltinn sé hjá Framsóknarflokknum enda bætti hann við sig tíu prósentustiga fylgi. Úrslitin séu samt „þrítefli" sem sé ekki óeðlilegt það sem lítið hafi skilið framboðin að. Seyðisfjarðarlistinn fékk flest atkvæði greidd á kjörstað.

Arnbjörg segist líta svo á úrslit kosninganna að „meirihlutinn hafi fengið brautargengi." Vilhjálmur segir erfitt að ráða í úrslitin en fylgisaukningin endurspegla að vel hafi gengið hjá meirihlutanum á kjörtímabilinu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.