Gauti Jóhannesson: Erum í allt annarri stöðu en 28. mars

gauti johannesson mai13Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segir Djúpavogsbúa hafa unnið áfangasigur með frestun á brottflutningi fiskvinnslu Vísis til Grindavíkur.

„Við erum í töluvert annarri stöðu í dag heldur en 28. mars," sagði Gauti við lok íbúafundar með sjávarútvegsráðherra í dag.

„Þótt þetta sé ekki kjörstaða og við séum enn fórnarlömb þessa kerfis þá hefur okkur miðað áfram. Við höfum unnið áfangasigur."

Forsvarsmenn Vísis staðfestu í morgun að í sumar yrði aðeins farið með eina vinnslulínu af þremur til Grindavíkur. Henni fylgja 15 starfsmenn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar og Líneik Annar Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, sátu íbúafund á Djúpavogi um stöðuna í hádeginu í dag.

Þau hétu öll stuðningi opinberra aðila við að skjóta frekari rótum undir atvinnulífið á Djúpavogi. „Fulltrúar ríkisvaldsins mér á báðar hendur hafa lofað fullum stuðningi. Ég tek samt undir með þeim þegar þau segja að það er enginn að fara að gera þetta fyrir okkur."

Gauti sagði það til marks um kraftinn í Djúpavogsbúum að hafa mannað tvo framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningarnar um næstu helgi.

„Þegar við verðum fyrir svona skakkaföllum stíga tuttugu manns sig fram og bjóða sig fram í sveitarstjórn. Þeir láta sig ekki hverfa þegar á móti blæs."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.