Vilja bæjarstjórann áfram: Hann er svo til gallalaus

bjorn ingimarsson 0006 webFrambjóðendur á Fljótsdalshéraði voru sammála um að þeir vildu halda í núverandi bæjarstjóra, Björn Ingimarsson, svo framarlega sem samningar takist.

„Við munum leita samninga við Björn áfram. Ef svo ólíklega vill til að þeir takist ekki þá auglýsum við starfið. Björn hefur staðið sig vel og náð góðum tökum á fjármálunum og er svo til gallalaus," sagði Gunnhildur Ingvarsdóttir, Framsóknarflokki.

Sigrún Blöndal, Héraðslista, taldi fjárhagslegan ávinning af því að halda í bæjarstjórann. „Við höfum sagt Birni Ingimarssyni að við erum í minnihluta og hann hefur bæði kosti og galla. Blessunarlegar hefur hann fleiri kosti.

Ég tel það óráðlegt að fara að leita að nýjum manni því hann hefur ýmis verkefni á sinni könnu. Við getum látið hann vinna í sumar því hann er búinn að taka sumarfríið sitt."

Lilja Óladóttir, Endurreisninni, tók í svipaðan streng og Sigrún. „Við viljum endilega gera samning áfram við bæjarstjórann. Hann hefur unnið gott starf.

Það er óðs manns æði að ráða nýjan til að hefja nýtt upphaf. Það tekur tíma að finna sér stöðu í hvaða verkefni sem er. Því er ekki rétt að vera alltaf að skipta um bæjarstjóra."

Guðmundur Sveinsson Kröyer, Sjálfstæðisflokki, sagði „fyrsta kost að leita samninga við núverandi bæjarstjóra. Ef svo ólíklega vill til að hann vilji ekki semja þá viljum við auglýsa starfið."

Gunnar Jónsson, Á-listanum, sagði það standa í stefnuskrá listans að halda í bæjarstjórann. „Það er enginn vafi um að við viljum semja áfram við núverandi bæjarstjóra. Hann hefur unnið mjög ötullega, einkum í fjármálunum. Þótt að Guðmundur Kröyer hafi sagt að það þyrfti að taka til í bókhaldinu þá ætlar hann samt að ráða hann."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.