Vísir frestar lokun á Djúpavogi

visir djupi mk3Vísir hf. hefur frestað lokun a fiskvinnslu sinni á Djúpavogi um eitt ár. Einhver fækkun starfa verður þó þegar saltfiskvinnsla verður flutt. Forstjóri Vísis vill að tíminn verði nýttur til að undirbúa mótvægisaðgerðir.

Þetta kom fram í viðtali við Pétur Hafstein Pálsson í Eyjunni á Stöð 2 í kvöld.

„Við töluðum um að breytingin yrði í haust. Við höfum ákveðið núna, bæði í ljósi umræðunnar og eftir samræður við sveitarstjórann, að fresta ákvörðun okkar á Djúpavogi að hluta til."

Saltfiskvinnslan verður hins vegar flutt suður enda sagði Páll að sú ákvörðun hefði verið tekin áður en ákveðið var að hætta bolfiskvinnslunni. Sú ákvörðun hefði verið tilkynnt starfsfólki um leið og hún lá fyrir.

Með þessu verður „fækkunin minni en til stóð. Við vorum ekki að tala um að loka á Djúpavogi heldur gera breytingar. Núna höfum við ár til stefnu."

Hjá Vísi á Djúpavogi vinna um 50 manns. Gert var ráð fyrir að helmingur þess myndi halda vinnunni við vinnslu fyrir Fiskeldi Austfjarða.

Myndband sem Djúpavogshreppur gerði í síðustu viku hefur vakið mikla athygli og skapað gríðarlega umræði. Pétur sagði að í þvi væri dregin upp „ótrúlega dökk mynd" og i því væri "fullt af hlutum sem þyrfti að leiðrétta."

„Ég lít á það sem myndband um fólk sem þykir vænt um staðinn sinn. Það er dramatísering að halda því fram að Djúpivogur standi og falli með fækkun um 25-30 störf."

Hann þvertók fyrir að Austfirðingar hefðu farið illa út úr breytingum í sjávarútvegi síðustu ár. Þar séu 6 af 7 helstu uppsjávarveiðistöðum landsins og í þeirri grein sé mestu hagræðingunni lokið,

Hún verði annars staðar og sagði Pétur að menn yrðu að vera viðbúnir fækkun fiskiskipa um þriðjung og fiskvinnslna um helming. Markaðsaðstæður væru breyttar, tækniþróun krefðist færri vinnandi handa og kostnaður ykist í íslenskum sjávarútvegi, meðal annars með veiðigjöldum.

Hann skoraði á ríkið, samfélög og fyrirtæki að undirbúa mótvægisaðgerðir og bauðst til að leiða þá vinnu.

Pétur Hafsteinn er væntanlegur austur í dag. Þá verður opinn fundur á Hótel Framtíð með sjávarútvegsráðherra og forstjóra Byggðastofnunar sem hefst klukkan 12:00.

Mynd: Magnús Kristjánsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.