Óskalistinn nýr á Djúpavogi: Ljóst að mikið verk er framundan

ran freysdottirRán Freysdóttir innanhússarkitekt, skipar efsta sætið á Óskalistanum sem er nýtt framboð í Djúpavogshreppi. Hún segir þau vilja tryggja aukið lýðræði og gera sveitarfélagið að ákjósanlegum stað til að búa á.

„Við leggjum áherslu á að meira samráð verði milli íbúa og stjórnsýslu. Skapa hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið og trausta samfélagsþjónustu," segir Rán en sjálfkjörið var í Djúpavogshreppi í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Staðurinn hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að tilkynnt var að stærsti atvinnurekandi staðarins, Vísir, hygðist fækka starfsfólki þar um helming.

„Það er ljóst að mikið verkefni býður nýrrar sveitarstjórnar næstu árin. Við í Óskalistanum erum tilbúin að leggja hönd á plóg í samheldnu átaki til að skapa spennandi framtíð í sveitarfélaginu sem okkur þykir öllum vænt um og viljum búa í. Við viljum stuðla að því að börnin okkar alist upp við öryggi og trausta framtíð í kraftmiklu og blómlegu samfélagi.

Á Djúpavogi viljum við búa og byggja upp framtíðina hérna. Við bjóðum okkur fram til að vinna fyrir sveitarfélagið okkar."

Listann skipa:

1. Rán Freysdóttir, innanhússarkitekt
2. Kári Snær Valtingojer, rafvirki
3. Júlía Hrönn Rafnsdóttir, húsvörður
4. Óðinn Sævar Gunnlaugsson, sjómaður
5. Ester Sigurásta Sigurðardóttir, leiðbeinandi
6. Birgir Thorberg Ágústsson, brunavörður
7. Óskar Ragnarsson, bátasmiður
8. Helga Rún Guðjónsdóttir, ferðamálafræðingur
9. Steinþór Björnsson, búfræðingur
10. Hörður Ingi Þorbjörnsson, leiðbeinandi

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.