Tveir hreppsnefndarmenn hætta á Borgarfirði

borgarfjordur eystriTveir fulltrúar í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd. Kosningin verður að venju óhlutbundin.

Þetta staðfesti Björn Aðalsteinsson, formaður kjörstjórnar, í svari við fyrirspurn Austurfréttar.

Samkvæmt reglum geta hreppsnefndarmenn við slíkar kringumstæður beðist undan kjöri þegar þeir hafa lokið kjörtímabili. Að þessu sinni eru það þau Kristjana Björnsdóttir og Jón S. Sigmarsson, Desjarmýri, sem nýta sér þann rétt.

„Þar sem ég hef ákveðið að nýta þann rétt minn að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd vil ég þakka Borgfirðingum samstarfið síðustu 12 ár," segir í bókun sem Kristjana lagði fram á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.